ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Er árgjaldið 2018 ógreitt ?

Er árgjaldið 2018 ógreitt ?

08/03/18

#2D2D33

Stjórn Leynis vill minna á greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2018 en innheimta hófst í upphafi árs 2018. Skráning í klúbbinn okkar gengur vel að vanda og skemmtilegir tímar framundan nú þegar styttist í vorið og dagarnir orðnir lengri. Yfirlit árgjalda fyrir árið 2018 er eftirfarandi ásamt frekari upplýsingum um greiðslumöguleika:
Árgjöld 2018:
– Fullt gjald 85.000 kr.
– Makagjald 60.000 kr.
– 22 – 29 ára 60.000 kr.
– 67 ára og eldri 60.000 kr.
– 16 – 21. árs 30.000 kr.
– Börn og unglingar 15 ára og yngri 20.000 kr.
– Nýliðagjald 1.ár, 40.000 kr.
– Nýliðagjald 2.ár, 60.000 kr.
– Fjaraðild 60.000 kr.
– Æfingagjald barna og unglinga er 15.000 kr. tímabilið des – maí.
– Æfingagjald barna og unglinga er 10.000 kr. tímabilið júní – sept.
Skráning iðkenda og greiðsla árgjalda fer fram á heimasíðu IA, sjá www.ia.is (iðkendavefur IA – Skráning í Nóra -). Ath: í Nóra er valmöguleiki á greiðslum og geta iðkendur greitt með greiðsluseðli sendum í heimabanka.
Eins er hægt að greiða inn á reikning GL k.t. 580169-6869 og bankanr. 0186-26-601 (vinsamlegast látið fylgja með í skýringu kennitölu sé þessi leið notuð).
Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra GL í síma 431-2711/896-2711 eða með tölvupósti á leynir@leynir.is
Ath. þeir sem hafa ekki greitt fyrir eindaga 1.maí 2018 verða teknir út af félagatali Leynis og geta því ekki skráð sig á golf.is þegar golfvellirnir opna í maí n.k.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content