HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Einar Örn sigursæll í kraftlyftingum

Einar Örn sigursæll í kraftlyftingum

27/03/17

14962667_10154799973939416_5598491957459593383_n

Skagamaðurinn Einar Örn Guðnason (AKR) var sigursæll á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem fram fór í World Class Kringlunni.

Einar Örn keppti í 105 kg flokki, þar sem hann bætti Íslandsmetin í klassískri hnébeygju, bekkpressu og samanlögðum árangri.

 

Með allar níu lyftur gildar lyfti hann mest 278 kg í hnébeygju, 186 kg í bekkpressu og 277,5 kg í réttstöðulyftu. Það gerir 741,5 kg í samanlögðum árangri. Hann fékk 444,5 Wilksstig, tæpum 30 stigum meira en Aron Friðrik (STJ), og er því nýr Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum karla á stigum.

Í gagnabanka KRAFT má finna sundurliðuð úrslit, Íslandsmeistara í þyngdarflokkum og metaskrá mótsins.

Einar Örn Guðnason er án efa einn sterkasti Skagamaðurinn nú um stundir. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á Bikarmóti sem fram fór í Hafnarfirði helgina 5.-6. nóvember s.l.

Einar Örn er 25 ára, fæddur 31. júlí 1991. Hann er sveitastrákur og kemur frá Brautartungu í Lundarreykjadal.

„Ég byrjaði árið 2009 að æfa lyftingar en fyrst prófaði ég bara til þess að verða sterkari. Ég var ekkert að pæla í því að fara að keppa strax. Áhuginn var hinsvegar mikill frá upphafi og ég var byrjaður að keppa þremur mánuðum eftir að ég byrjaði að æfa,“ segir Einar í samtali við skagafrettir.is.

Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum, byrjaði í frjálsum 6 ára og stundaði sund, körfubolta og dans samhliða þeim.

Einar Örn hefur fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum. „Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum, byrjaði í frjálsum 6 ára og stundaði sund, körfubolta og dans samhliða þeim. Árið 2001 byrjaði ég í dansi og var þá í frjálsum og dansi þar til ég byrjaði að lyfta.“

Helsta markmið Einars er að lyfta einu tonni í samanlögðu en hann æfir þrisvar sinnum í viku í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

„Yfirleitt gengur vel að sameina vinnu og æfingar, en ég þarf stundum að stilla æfingavikunni upp eftir því hvernig ég er að vinna,“segir Einar en hann starfar sem vélvirki á Grundartanga. Helsta markmið hans er að lyfta einu tonni í samanlögðu.

„Það mun gerast á næstu árum, ég er sannfærður um það.

Fréttin birtist upphaflega á skagafrettir.is 

 

Einar Örn Guðnason.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content