Meistaraflokkur karla hófu Inkassodeildina í dag og Leiknismenn komu í heimsókn. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni .
Strákarnir hófu leikinn af miklum krafti en leikurinn einkenndist af smá stressi framan af. Strákarnir voru mun betri allann leikinn – en ekkert mark kom í fyrri hálfelik.
Það dró ekki til tíðinda fyrr en Andri Adolphsson kom inn á fyrir ÍA, þá opnaðist leikurinn. Hann lék vörn Leiknismanna grátt og gaf góða stoðsendingu á Steinar Þorsteinsson (61.mínúta) sem skoraði af öryggi.
Skagamenn voru þó sterkari aðilinn í öllum leiknum og áttu nokkur dauðafæri sem heimamenn hefðu getað nýtt betur.
Heilt yfir vinnusigur – smá stress en frábær stig.
Einar Logi var kosinn maður leiksins hjá ÍA. Það var netkosning og 3 aðilar í dómnefnd. Hann fékk yfir 70% hjá báðum dómnefndum.
Eins og þeir hjá Fótbolta.net orða það ,,
Til hamingju Einar Logi og fékk hann 15.000 kr gjafabréf frá Versluinni Nínu .
3 stig í hús #ÁframÍA