ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Egils Gull mótið: Arna og Guðrún sigruðu í kvennaflokki og Axel í karlaflokki

Egils Gull mótið: Arna og Guðrún sigruðu í kvennaflokki og Axel í karlaflokki

19/05/18

#2D2D33

Að fengnu áliti og ráðgjöf frá Veðurstofu Íslands er það mat mótstjórnar Egils Gull mótsins á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Garðavelli að fella niður keppnisdaga 2 og 3.
Veðurspá fyrir laugardaginn 19.maí er ekki ákjósanleg til golfleiks og því síður veðurspá fyrir sunnudaginn. Það hefur því verið ákveðið að láta úrslit föstudagsins 18.maí gilda.
Úrslit
Karlaflokkur:1. Axel Bóasson, GK 68 högg (-4)2. Aron Snær Júlíusson, GKG 70 högg (-2)3.-4. Andri Már Óskarsson, GHR 71 högg (-1)3.-4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 71 (-1)
Kvennaflokkur:1. -2. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 76 högg (+4)1.-2. Guðrún B. Björgvinsdóttir, GK 76 högg(+4)3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 78 högg (+6)
Stigakeppni klúbba:
Karlaflokkur:1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar3.-4. Golfklúbburinn Keilir3.-4. Golfklúbbur Akureyrar
Kvennaflokkur:1. Golfklúbburinn Keilir2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar3. Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbburinn Leynir þakkar félagsmönnum og sjálfboðaliðum aðstoðina við framkvæmd mótsins en ykkar vinna er ómetanleg til að halda svo stórt og umfangsmikið golfmót.

Edit Content
Edit Content
Edit Content