Að fengnu áliti og ráðgjöf frá Veðurstofu Íslands er það mat mótstjórnar Egils Gull mótsins á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Garðavelli að fella niður keppnisdaga 2 og 3.
Veðurspá fyrir laugardaginn 19.maí er ekki ákjósanleg til golfleiks og því síður veðurspá fyrir sunnudaginn. Það hefur því verið ákveðið að láta úrslit föstudagsins 18.maí gilda.
Úrslit
Karlaflokkur:1. Axel Bóasson, GK 68 högg (-4)2. Aron Snær Júlíusson, GKG 70 högg (-2)3.-4. Andri Már Óskarsson, GHR 71 högg (-1)3.-4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 71 (-1)
Kvennaflokkur:1. -2. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 76 högg (+4)1.-2. Guðrún B. Björgvinsdóttir, GK 76 högg(+4)3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 78 högg (+6)
Stigakeppni klúbba:
Karlaflokkur:1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar3.-4. Golfklúbburinn Keilir3.-4. Golfklúbbur Akureyrar
Kvennaflokkur:1. Golfklúbburinn Keilir2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar3. Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbburinn Leynir þakkar félagsmönnum og sjálfboðaliðum aðstoðina við framkvæmd mótsins en ykkar vinna er ómetanleg til að halda svo stórt og umfangsmikið golfmót.