ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Dreyrakrakkar á námskeiði í Skáney, Reykholtsdal

Dreyrakrakkar á námskeiði í Skáney, Reykholtsdal

15/03/17

#2D2D33

Í síðustu viku hófu 6 krakkar  úr Dreyra,  á aldrinum 12 til 14 ára,  nám í knapamerki I. Námskeiðið tekur 10 skipti  og er haldið  í frábærri aðstöðu í Skáney í Reykholtsdal og er bæði bóklegt og verklegt.  Reiðkennarar eru ábúendur á Skáney, þau Randy Holaker og Haukur Bjarnason sem bæði eru menntaðir reiðkennarar.  Þau bjóða upp á góða aðstöðu í nýlegri reiðhöll á staðnum, hross við hæfi og reiðtygi.

Mynd frá Fjóla Lind Guðnadóttir.

Mynd: Ungir knapar úr Dreyra í reiðhöllinni í Skáney.

Foreldrar sjá um að keyra krakkana á námskeiðið enda eru þetta ekki nema  um 70 km hvor leið. Þegar að aðstöðu vantar hjá félaginu þá er lítið annað í boði en að hafa málin svona.

Til gamans má geta þess að Haukur og Randi eru með 30 unglinga úr grunnskólum Borgarfjarðar í námi hjá sér í vetur í knapamerkjum 1,2,3 og 4 og taka nemendur bóklega hlutann sem val inn í stundaskrá sinna grunnskóla og  kostnaður við  bóklega kennslu námskeiðanna er greiddur af Borgarbyggð/grunnskóla.

Mynd frá Fjóla Lind Guðnadóttir.

Mynd: Setið yfir námsefni í knapamerki I.

Hægt er að þreyta nám í knapamerkjum 1 – 5 og áhugasamir geta fræðst meira um þetta nám hér www.knapamerki.is

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content