ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Dreyrakrakkar á námskeiði

Dreyrakrakkar á námskeiði

20/04/18

#2D2D33

Það er búið að vera mikill kraftur í unga fólkinu okkar í vetur.

Alltaf er að fjölga knöpum af yngri kynslóðinni sem sjást á útreiðum á Æðaroddasvæðinu og er það sérlega ánægjulegt.  Það er að verða til góður kjarni af börnum og unglingum sem hafa mikinn áhuga á að stunda hestamennsku í Dreyra. Til að fylgja eftir þessum áhuga bauð æskulýðsnefnd Dreyra 28 krökkum á aldrinum 9 til 16 ára á hestamennskunámskeið á Skáney í Reykholtsdal. Hópnum okkar var skipt upp í yngri og eldri iðkendur og voru yngri knapar á námskeiði 23. til 25. mars og þau eldri 28. til 30. mars.  Námskeiðið byggir á fræðslu um hestamennsku í sinni víðustu mynd, þ.e  reiðtímar, umhirða og venjubundin hesthúsaverk, fræðsla frá dýralækni um hestaheilsu og algeng veikindi í hestum,  fræðsla um ferðalög á hestum,  og  heimsókn í önnur útihús á Skáney þar sem nautgripir og sauðfél voru skoðuð, leikir og margt fleira. Krakkarnir gistu á Skáney 2 nætur og voru hin kátustu með námskeiðshaldið.

Það er ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt í hestamennskunni. 🙂

Mynd frá Þorbjörg Gunnlaugsdóttir.

Mynd frá Viktoría Gunnarsdóttir.

Mynd frá Þorbjörg Gunnlaugsdóttir.

Mynd frá Viktoría Gunnarsdóttir.

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content