Vegna smits sem uppkom á æfingu í íþróttahúsi á Vesturgötu í þann 28.10.2020
Um leið og upplýsingar bárust um smit – var virkjuð aðgerðarstjórn samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavörnum með fultrúm Íþróttabandalagsins og Akraneskaupstað.
Smitrakning hefur farið fram og foreldrar viðkomandi hópa voru strax upplýstir ef barnið þurfti að fara í sóttkví, allt unnið skv. leiðbeiningum frá Almannavörnum. Allt utanumhald og upplýsingagjöf til þeirra sem málið varðar er á höndum smitrakningateymis Almannavarna.
Hreinsun hefur farið fram á húsnæðinu samkvæmt reglum.
Ákvarðanir um það hverjir fara í sóttkví er alfarið á höndum smitrakningateymis Almannavarna og viðkomandi aðilar eru að sjálfsögðu upplýstir þegar þess þarf.
Yfirmenn innan okkar stofnanna miðla almennum upplýsingum til foreldra eftir því sem við á.
Aðgerðastjórn þessa verkefnis þakkar foreldrum og fulltrúum íþróttafélagsins fyrir snerpu og samvinnu sem var forsenda þess hve vel tókst til að koma skilaboðum til foreldra þeirra barna sem málið varðaði.