Íþróttamaður Akraness 2023 Tilnefningar
Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2023. Kjör Íþróttamanns Akraness verður áfram með sama sniði og seinast en streymt verður í gegnum ÍATV frá Garðavöllum í kjölfar flugeldasýningarinnar. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 28. desember til og með 4. janúar. […]
Enduro / Cross á laugardaginn
Vélhjólaíþróttafélag Akraness heldur keppni á Langasandi Akranesi laugardaginn 29. september. Dagskrá: 11:30 Prjónkeppni 13:00 Meistaraflokkur, unglingaflokkur og b-flokkur 14:00 Kvennaflokkur og 85cc 14:40 10 manna úrslit. Ókeypis aðgangur