Íþrótta-sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni

Nokkur íþrótta-sumarnámskeið verða í boði á vegum aðildafélaga ÍA í sumar fyrir börn og ungmenni. Körfuknattleiksfélag ÍA Skráning er hafin á Sumarkörfuboltanámskeið hjá Lucien Christofis. Um er að ræða skemmtilegt 7 daga sumarnámskeið fyrir börn í 1-10 bekk Skráning fer fram í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/ia/karfa Golfklúbburinn Leynir Golfklúbburinn Leynir býður upp á golfæfingar fyrir börn […]

Íþróttamaður Akraness 2023 Tilnefningar

Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2023. Kjör Íþróttamanns Akraness verður áfram með sama sniði og seinast en  streymt verður í gegnum ÍATV frá Garðavöllum í kjölfar flugeldasýningarinnar. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 28. desember til og með 4. janúar. […]

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri frístundamiðstöð

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi í dag 19. janúar, að viðstöddu fjölmenni. Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður standa að framkvæmdinni en ný frístundamiðstöð mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfsemi á vegum ÍA og Akraneskaupstaðar. Nýja frístundamiðstöðin verður rúmlega 1000 fermetrar að flatarmáli og skiptist í 700 fermetra jarðhæð og […]

Samningar um uppbyggingu á Frístundamiðstöð við Garðavöll undirritaðir.

Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður skrifuðu í gær undir samninga um uppbyggingu á Frístundamiðstöð við Garðavöll. Frístundamiðstöðin verður rúmlega 1000m2 að stærð og skiptist í 700m2 jarðhæð og 300m kjallara. Frístundamiðstöðin mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfssemi á vegum Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Um þessar mundir eru útboð í gangi og gera áætlanir ráð fyrir […]

Góður árangur hjá unglingum GL á GSÍ mótum helgarinnar

Unglingar úr Golfklúbbnum Leyni gerðu flotta hluti á GSÍ mótum sem fram fóru um helgina.

Axel Fannar tók þátt í Íslandsmótinu í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík og endaði Axel Fannar í þriðja sæti eftir bráða bana við Birgir Björn GK.

Ungir kylfingar Leynis fjölmenntu einnig á Áskorendamótaröðina sem fram fór á Gufudalsvelli Hveragerði.

Atli Teitur vann sinn flokk 15-18 ára, Ingimar Elvar endaði í þriðja sæti í sínum flokk piltar 14 ára og yngri, Bára Valdís vann sinn flokk stúlkur 15-18 ára, og Kristín Vala vann sinn flokk stúlkur 14 ára og yngri. Leynir átti ellefu fulltrúa og fjóra sem enduðu í verðlaunasæti.

Golfklúbburinn Leynir óskar ungum og efnilegum kylfingum GL til hamingju með árangurinn.

Opið mót á Garðavelli sunnudaginn 24. apríl 2016

Stóra opna skemmumótið verður á Garðavelli sunnudaginn 24. apríl í boði Verkalýðsfélags Akraness og völlurinn lokaður vegna þess til kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Ræst er út frá kl. 9: 00 – 14:00. Glæsileg verðlaun verða í boði og eru félagsmenn og aðrir hvattir til að taka þátt því veðurspáin er góð með norðlægri eða […]

Garðavöllur tímabundið opin 23. – 24. apríl 2016

Veður undanfarna daga hefur verið gott og völlurinn okkar tekið vel við sér og er ástand vallarins gott miðað við árstíma. Garðavöllur verður tímabundið opin um helgina 23. – 24. apríl 2016 fyrir félagsmenn og opið mót sem haldið verður á sunnudeginum. Frekari opnun vallarins verður ákveðin í lok sunnudagssins 24. apríl og verður tilkynning […]

Síðasti vinnudagur laugardaginn 16. apríl 2016

Síðasti vinnudagur á Garðavelli þetta vorið verður laugardaginn 16. apríl 2016 frá kl. 9 – 12 og er ætlunin m.a. að ljúka við að tyrfa svæðið á 15. / 16. braut, raka til í sandgryfjum og ljúka almennri tiltekt á vellinum. Mæting verður áfram í vélaskemmu þar sem verkefnum verður úthlutað. Að sögn Brynjars vallarstjóra […]

Vinnudagur 12. apríl 2016

Vinnudagur er áætlaður á morgun þriðjudag 12. apríl frá kl. 17 – 19. Verkefnið er að tyrfa við 15. / 16. braut og mæting þar sömuleiðis. Öll aðstoð er vel þeginn en veðurspáin er góð og vallarstjórinn ákveðin í að nú skuli fara langt með að tyrfa svæðið. Powered by WPeMatico

Vinnudagur 9. apríl 2016

Vinnudagur verður á morgun laugardag 9. apríl kl. 9 – 12 og eru verkefnin af ýmsum toga s.s. tiltekt á velli, valta flatir, koma bekkjum, ruslafötum, brautarskiltum ofl. á sinn stað. Einnig er ætlunin að tyrfa svæði við 15. og 16. braut sem unnið er við þessa daga. Mæting verður við vélaskemmu þar sem félagsmönnum […]