Fimleikafélagið ræður nýjan þjálfara.

Laugardaginn 9.maí 2020 skrifaði Henrik Pilgaard undir þjálfarasamning við Fimleikafélag Akraness. Henrik mun byrja hjá félaginu  í ágúst og mun fyrst um sinn vera í 50% stöðu en fer svo í 100% starf. Henrik er fæddur 1991 í Danmörku en hefur verið þjálfari hér á Íslandi í nokkuð mörg ár. Hann er með mikla reynslu, […]

FIMA leitar að kennara í íþróttaskóla

Fimleikafélag Akraness leitar að öflugum einstaklingi til starfa með yngsta íþróttafólkinu okkar í íþróttaskóla FIMA. Íþróttaskólinn er staðsettur í Íþróttahúsinu við Vesturgötu og fer fram á laugardagsmorgnum. Starfið krefst reynslu af vinnu með börnum og menntun í íþróttafræðum er kostur. Áhugasamir hafi samband við Þórdísi yfirþjálfara FIMA yfirthjalfari@fima.is / 849-3031

WOW Bikarmótið í hópfimleikum

Síðustu helgi keppti meistaraflokkur FIMA í fyrsta skipti í A deild meistaraflokks í hópfimleikum. Síðast liðin ár hafa aðeins lið Gerplu og Stjörnunar keppt í þeim flokki. Í ár sendi Stjarnan tvö lið til leiks í kvenna flokki og Gerpla eitt. Stelpurnar okkar stóðu sig vel og kláruðu mótið með príði. Stelpurnar stóðu sig vel […]

Fyrsta skóflustungan tekin að byggingu nýs fimleikahúss á Akranesi

Þann 27. ágúst sl. fengu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Marella Steinsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness og Guðmundur Claxton formaður Fimleikafélags Akraness þann heiður að taka fyrstu skóflustunguna að nýju fimleikshúsi sem verður sambyggt íþróttahúsinu á Vesturgötu. Viðstödd skóflustunguna voru bæjarfulltrúar og starfsfólk Akraneskaupstaðar, fulltrúar Íþróttabandalagsins, fulltrúar og iðkendur Fimleikafélagsins og forsvarsmenn fyrirtækisins Spennt ehf. sem er […]

Opnar æfingar fyrir stráka hjá FIMA

Í næstu viku ætlar FIMA að vera með opnar strákaæfingar fyrir þá stráka sem vilja prufa að æfa fimleika. Strákar fæddir 2012-2010: æfingar þriðjudag 28 ágúst og fimmtudag 30 ágúst kl 14-15 í æfingahúsnæði félagsins við Dalbraut. Strákar fæddir 2009 og fyrr: æfingar þriðjudaginn 28 ágúst kl 15-16:30 og föstudaginn 31 ágúst 15:30-17 í æfingahúsnæði […]

Íþróttaskóli, fimleikar og Parkour

Skráning er hafin í íþróttaskólann á laugardögum fyrir börn fædd 2011 – 2014 og krílahóp (börn fædd 2015, verða að vera farin að ganga og tíminn er 30 mín þrautarbraut). Kennarar eru Ingibjörg Harpa (Imba) og Lóa Guðrún. Nánari tímasetningar verða sendar á foreldra eftir skráningu. Forskráð er í alla hópa í fimleikum og Parkour. […]

Innritun í leyfiskerfi FSÍ

Þessa dagana stendur yfir innritun í nýtt leyfiskerfi FSÍ (Fimleikasamband Íslands).  Sú breyting hefur orðið á að allir keppnis-iðkendur 8 ára og eldri hljóta ekki keppnisrétt nema að vera skráðir í kerfið.  Stjórn FIMA hefur tekið þá ákvörðun að skrá einungis þá iðkendur sem hafa greitt eða standa í skilum með æfingjagjöld. Hægt er að […]

Breytingar á stundaskrá

Smávægilegar breytingar hafa orðið á stundaskránni. P1 miðvikudagar 15-16 P2 þriðjudagar 15-16 4 flokkur yngri þriðjudagar 17-18:30 Einnig hefur stráka hópurinn fæddir 2009 verið bætt við stráka hópinn sem fyrir er (Strákar 2) og æfa þeir þriðjudaga og föstudaga 16:00-17:30 Hægt er að nálgast breytta stundaskrá hér.