Helgina 27.-29. október næstkomandi verða haldnar úrtaksæfingar U17 ára landsliðs karla.
Úr okkar hópi hefur Brynjar Snær Pálsson verið valinn til þátttöku í æfingunum, en Brynjar Snær skrifaði undir samning við ÍA í september.
Hann kom til félagsins frá Skallagrími þar sem hann hafði m.a. leikið 12 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.
Við óskum Brynjari til hamingju með valið!