ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Brimrún Eir klifraði til bronsverðlauna

Brimrún Eir klifraði til bronsverðlauna

03/12/16

dsc01030

Íslandsmeistarmótið í línuklifri fór fram í Björkinni í Hafnarfirði í gær og keppt var í þremur aldursflokkum. ÍA sendi fjóra klifrara til þátttöku og er þetta í fyrsta sinnn sem ÍA tekur þátt í slíku móti. Mótið fór þannig fram að klifrarar fara allir tvær leiðir og fjórir efstu í hverjum flokki fara áfram í úrslitaleið. Í flokki 11-12 ára kepptu Hekla Kristleifsdóttir, Gyða Alexandersdóttir og Hjalti Rafn Kristjánsson, öll 11 ára. Öll toppuðu þau fyrst leið en leið tvö var öllu stífari og tókst þeim ekki að klára hana. Þar með luku þau keppni með mikilli prýði og reynslunni ríkari. Í unglingaflokki, 13-15 ára keppti Brimrún Eir Óðinsdóttir. Brimrún Eir klifraði vel í fyrstu leið og komst næst hæst keppenda, en Gabríela Einarsdóttir úr Klifurdeild Bjarkanna var sú eina sem toppaði fyrri leiðina. Í annari leið klifraði Brimrún vel framan af en tókst ekki að leysa erfiðan kafla í leiðinni og datt í miðri leið. Gabríela fór með örugga forystu inn í síðustu leiðina en annað sætið var galopið. Brimrún Eir átti því möguleika á að tryggja sér annað sætið en klaufaleg byrjun í snúinni og tækinlega erfiðri leið varð til þess að hún datt snemma í leiðinni á meðan Bjarkarstúlkurnar Gabríela og Hlédís Ýmisdóttir klifruð hærra. Hvorugar náðu þó að toppa leiðina en það var nóg til að Gabríela tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn örugglega og Hlédís fékk silfurverðlaun. Brimrún Eir náði því flottu þriðja sæti og þar með bronsverðlaun á sínu fyrsta Íslandsmeistarmóti. Prýðilegur árangur hjá ÍA krökkunum á þessu fyrsta móti og óskum við þeim innilega til hamingju.