ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Breyting á samkomubanni frá 4. maí

Breyting á samkomubanni frá 4. maí

21/04/20

Dreyri1

Heilbrigðisráðherra kynnti nú síðdegis í dag breytingu á samkomubanni. Í því felst að fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4. maí næstkomandi. Unnt verður að opna framhalds- og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavinum. Frá sama tíma falla alveg niður takmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar almenningi en skólasundkennsla verður heimil.

Íþróttastarf fullorðinna lýtur áfram takmörkunum. Þar á meðal mega mest sjö einstaklingar vera með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll en fjórir með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll. Notkun á búningssaðstöðu innanhúss er óheimil og hvatt til að tveggja metra nándarreglan verði virt.

Aflétting samkomubanns og minnispunktar sóttvarnalæknis í stuttu máli:

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:

  • Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
  • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
  • Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.
  • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
  • Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
  • Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.
  • Tveggja metra nándarreglan verði virt eins og hægt er
Íþróttastarf fullorðinna:
  • Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.
  • Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll.
  • Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.
  • Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
  • Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
  • Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.
  • Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
  • Sundlaugar verði lokaðar almenningi.
Líkamsræktarstöðvar:
  • Húsnæði líkamsræktarstöðva verði lokað en starfsemi utandyra leyfð. Mest verði sjö einstaklingar í hópum utandyra. Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði bönnuð.

 

Það skal ítrekað að breyting á takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur ekki gildi fyrr en 4. maí næstkomandi.

Auglýsinguna og minnisblöð má lesa á vef heilbrigðisráðuneytis

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content