Bresi hefur lokið keppni á Íslandsmótinu í blaki þetta árið. Bresi lék í 2.deild kvenna suður en sú deild er spiluð í tveimur 5 liða riðlum. Endaði Bresi í 3. sæti í sínum riðli og lék um 5 sæti við lið HK B. Spilaðir voru tveir leikir – heima og heiman.
Fimmtudaginn 12.mars var leikið á Jaðarsbökkum og endaði sá leikur með sigri HK B 2-3 (16-25,25-21,25-20,23-25,10-15). Eins og sjá má á tölunum var leikurinn mjög jafn og spennandi. Seinni leikurinn fór fram í Kársnesi 17.mars og má segja að hann hafi verið endurtekning á fyrri leiknum nema jafnvel enn þá jafnari. Aftur unnu HK stelpurnar í oddi og því ljóst að Bresi endar í 6. sæti. 3-2 (25-14,26-24,24-26,23-25,15-7). Til gamans má geta þess að uppistaðan í lið HK B eru stúlkur sem skipa unglingalandslið Íslands í blaki en engin í liði Bresa er undir þrítugu.