ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Bresi hársbreidd frá gulli

Bresi hársbreidd frá gulli

27/09/09

#2D2D33

Bresi sendi lið á fyrst mót nýs keppnistímabils í blaki. Var það haustmót BLÍ sem haldið var laugardaginn 26.september í Kópavoginum. Sendi Bresi eitt lið og lék það í 2. deild en leikið var í tveimur riðlum. Er skemmst frá því að segja að Bresi sigraði sinn riðil með glæsibrag. Tapaði einungis tveimur hrinum og lék á móti Álftanesi um 1. sæti. Liðin skiptu hrinunum á milli sín því Bresi vann þá fyrri 21:15 en Álftanes þá síðari 21:12. Oddurinn var æsispennandi og hafði Bresi forystu þar til á síðustu mínútunum að Álftanes seig fram úr og sigrðai 15:12. Lið Bresa skipuðu þær Anna Bjarnsdótttir, Anna Lárusdóttir,Erna Guðlaugsdóttir, Erna Sigurðardóttir,Hallbera Jóhannesdóttir,Jóna Olsen, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigríður Helgadótir.

Bresi hefur skráð lið í 2. deild á Íslandsmótið í blaki sem hefst í október.

Edit Content
Edit Content
Edit Content