Blakfélagið Bresi

 

Starfsemi Bresa hefur undanfarin ár eingöngu miðast við s.k. öldungablak sem þýðir að þeir sem stunda æfingar eru flestir á aldrinum 25- 60 ára, sem þó er ekki skilyrði. 

Tökum vel á móti nýliðum í September.

Félagar í Bresa taka þátt í íslandsmóti,  hraðmótum yfir veturinn og  auk þess er haldið  Boggu Bresamót í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka. Félagið sendi þrjú kvennalið á Öldungamót BLÍ 2019. (sjá blak.is)

Bresi tekur þátt í Íslandsmóti BLÍ.

Formaður er Valgerður Ása Kristjánsdóttir 
sími: 860-6384
netfang: blak@ia.is

 

BLAK – BLAK – BLAK

Farið er að síga á seinni hluta blakársins sem að þessu sinni er þó ívið lengra en oft áður. Bresi hefur lokið keppni í 2.deild á Íslandsmótinu og endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Síðasti leikurinn fór fram s.l. fimmtudag á Jaðarsbökkum en þá fékk Bresi ÍK í...

read more

Nóg að gera hjá Bresa

Um síðustu helgi var nóg um að vera hjá konunum í Bresa. Félagið sendi tvö lið á hraðmót HK sem haldið var laugardaginn 16. janúar. Var annað liðið skráð í 1.deild og hitt í 3.deild. Í 1.deildinni voru 6 lið og endaði Bresi í 4.sæti með 6 stig. Liðið spilaði 5 leiki...

read more

Viltu koma í blak

Viltu koma í blak? Blakfélagið Bresi óskar eftir konum á besta aldri 16 ára og eldri til að koma og prófa/æfa blak. Æfingar eru 2 í viku: Mánudögum 19:30-21:00 í íþróttahúsinu á vesturgötu. Fimmtudögum 20:00-21:30 í íþróttahúsinu að jaðarsbökkum. Hlökkum til að sjá...

read more

Bresi vann Fylki á sunnudaginn

Bresi heldur áfram sigurgöngu sinni. Á sunnudaginn unnu stelpurnar Fylki b í spennandi leik. Spila varð oddahrinu og lauk henni með sigri Bresa 15-8. Úrslit hrinanna var 23-25, 25-23, 25-21, 23-25 og á þessum tölum má sjá að leikurinn var mjög spennandi. Næsti leikur...

read more

Sigur í fyrsta heimaleiknum

Bresi sigraði HK b 3:2 í fyrsta heimaleik þessarar leiktíðar. Leikurinn var æsispennandi en fyrstu hrinurnar þrjár fóru 25-16, 22-25, 23-25. Nú var að duga eða drepast fyrir Bresa og af miklu harðfylgi tókst stelpunum að koma leiknum í odd með því að sigra 4. hrinuna...

read more

Keppni í 2.deild í blaki hafin

Bresi lék fyrsta leik sinn á Íslandsmótinu s.l. laugardag. Leikurinn var við Þrótt og fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Ekki gekk Bresakonum nógu vel að þessu sinnni og fór leikurinn 3:1 fyri Þrótt. (25-12, 23-25, 25-14, 25-18). Með Þrótti lék fyrverandi...

read more