ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Björn Viktor sigraði Vetrarmót # 5

Björn Viktor sigraði Vetrarmót # 5

19/02/17

#2D2D33

Vetrarmót # 5 (9 holu punktakeppni með forgjöf) var haldið á Garðavelli laugardaginn 18. febrúar með þátttöku 56 kylfinga. Þetta golfmót fer án efa í sögubækurnar á Garðavelli en elstu félagsmenn muna ekki eftir öðru eins og að það sé spilað inn á sumarflatir á þessum árstíma og völlurinn í þessu góða ástandi sem hann er.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:
1. Björn Viktor Viktorsson, 20 punktar (betri á síðustu 6 holum)
2. Dean E. Martin, 20 punktar
3. Karl Ívar Alfreðsson, 19 punktar (betri á síðustu 6 holum)

Nándarmælingar á 14. Holu og 18. Holu:
14.hola, Kristinn Hjartarson, 6.77m
18.hola, Lárus Hjaltested, 2.58m

Íslandsbanki gaf verðlaun á 14.holu og 66°Norður gáfu verðlaun á 18.holu og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Golfklúbburinn Leynir þakkar kylfingum fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju með verðlaunin. Vinningshafar geta sótt verðlaun á skrifstofu GL.

Edit Content
Edit Content
Edit Content