ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Bergdís Fanney með U17 til Portúgal

Bergdís Fanney með U17 til Portúgal

20/03/17

#2D2D33

Dagana 26. mars – 3. apríl leikur U17 kvenna í milliriðli fyrir EM2017 sem fara mun fram í Tékklandi 2.-14. maí. Milliriðlarnir eru alls sex talsins, fjögur lið í hverjum riðli. Það eru sigurvegarar riðlanna og það lið í öðru sæti sem hefur bestan árangur gegn liðunum í fyrsta og þriðja sæti í sínum riðli sem komast áfram í lokakeppnina ásamt gestgjöfunum, alls átta lið. Riðill Íslands verður leikinn í Portúgal og ásamt okkar stelpum og gestgjöfunum eru Spánn og Svíþjóð í sama riðli.

Leikir Íslands í riðlinum eru eftirfarandi.

28. mars, kl. 13:00, Ísland – Svíþjóð

30. mars, kl. 13:00, Spánn – Ísland

2. apríl, kl. 15:00, Portúgal – Ísland

Það kemur sjálfsagt ekki mörgum á óvart að frá ÍA hefur Bergdís Fanney Einarsdóttir verið valinn í landsliðshópinn en hún hefur stimplað sig vel inn í hópinn og skoraði meðal annars mark í 2-2 jafntefli gegn Austurríki fyrr í þessum mánuði. Hún hefur einnig gegnt sívaxandi hlutverki fyrir meistaraflokk kvenna, lék alls 25 leiki á árinu 2016 og skoraði í þeim 2 mörk.

Við erum stolt af okkar fulltrúa í liðinu og vitum að Bergdís Fanney mun standa sig með miklum sóma.

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content