Í gær þriðjudaginn 26. mars fór fram árlegt innanfélagsmót, Bárumótið, í Bjarnalaug. Á mótinu eru krakkar á aldrinum 8-12 ára úr sundfélaginu að keppa og á eftir mótið er öllum boðið í pizzuveislu..
Allir keppendur fá verðlaunapening fyrir þátttökuna og stigahæsta stelpan og strákurinn fá farandabikara sem gefnir eru tíl minningar um Báru Daníelsdóttir.
Mótið gekk mjög vel og voru miklar bætingar hjá þessum efnilegu sundmönnum en 28 keppendur stungu sér i laugina.
Bárumeistarar 2019 eru þau Vikingur Geirdal og Íris Arna Ingvarsdóttir
Við hlökkutil að fylgjast í framtíðinni með öllum sundmönnunum sem tóku þátt.