Bændaglíman verður haldinn n.k. laugardag 7. október á Garðavelli. Bændaglíman er eitt skemmtilegasta mót klúbbsins þar sem bændur berjast og í þetta skiptið munu þeir bræður Einar og Magnús Brandssynir etja kappi. Ræst verður út kl. 9:00 og er skráning hafinn á golf.is.
Að móti loknu verður að vanda boðið upp á al-íslenska kjötsúpu og drykk. Fyrir þá örfáu sem ekki borða kjötsúpu verður einnig boðið upp á súpu dagsins á 19.holunni.
Mótanefnd GL vill hvetja alla félagsmenn bæði konur og karla til að fjölmenna og taka þátt í einu allra skemmtilegasta móti klúbbsins þar sem spilað er með holukeppnisfyrirkomulagi.
Mótanefndin áskilur sér rétt til að fresta mótinu vegna þátttökuleysis eða ef veður er óhagstætt fyrir golfleik.