ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Bændaglíman 2017 – skráning á golf.is

Bændaglíman 2017 – skráning á golf.is

04/10/17

#2D2D33

Bændaglíman verður haldinn n.k. laugardag 7. október á Garðavelli. Bændaglíman er eitt skemmtilegasta mót klúbbsins þar sem bændur berjast og í þetta skiptið munu þeir bræður Einar og Magnús Brandssynir etja kappi. Ræst verður út kl. 9:00 og er skráning hafinn á golf.is.
Að móti loknu verður að vanda boðið upp á al-íslenska kjötsúpu og drykk. Fyrir þá örfáu sem ekki borða kjötsúpu verður einnig boðið upp á súpu dagsins á 19.holunni.
Mótanefnd GL vill hvetja alla félagsmenn bæði konur og karla til að fjölmenna og taka þátt í einu allra skemmtilegasta móti klúbbsins þar sem spilað er með holukeppnisfyrirkomulagi.
Mótanefndin áskilur sér rétt til að fresta mótinu vegna þátttökuleysis eða ef veður er óhagstætt fyrir golfleik.

Edit Content
Edit Content
Edit Content