ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

BADMINTONfélag ía

Lög Badmintonfélags Akraness eftir lagabreytingar á aðalfundi 2009

1. Nafn og markmið.

1.1. Badmintonfélag Akraness, skammstafað BA, er félag áhugamanna um badmintoníþróttina og hefur aðsetur í Akraneskaupstað.

1.2. Tilgangur félagsins er að vinna að eflingu badmintoníþróttarinnar og stuðla að almennri íþróttaiðkun.

2. Aðalfundur

2.1. Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. apríl ár hvert og skal auglýstur með minnst einnar viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Starfsár er frá 15. maí til 15. maí.

2.2. Rétt til setu á aðalfundi hafa allir félagar í BAen félagar í BA eru skuldlausir iðkendur félagsins, forráðamenn þeirra og meðlimir í stjórn félagsins og hafa þeir einnig atkvæðisrétt. ÍA hefur rétt til að senda tvo fulltrúa á aðalfundinn og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt.

2.3. Kosningar skulu vera skriflegar nema fundurinn samþykki annað. Einfaldur meirihluti nægir í öllum málum nema í lagabreytingum, þar þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Mál falla að jöfnum atkvæðum.

2.4. Formaður er kosinn fyrst og ef kosið er um 3 eða fleiri menn skal endurtaka kosninguna og kjósa þá aðeins um þá 2 menn sem flest atkvæði hlutu, ef annar þeirra hefur ekki hlotið helming greiddra atkvæða. Síðan skal kjósa 4 aðra menn í stjórn. Ef fleiri en 4 eru í kjöri skal kjósa um þá á þann hátt að viðstaddir riti 4 nöfn á atkvæðaseðilinn og þeir sem flest atkvæði hljóta eru réttkjörnir. Verði menn jafnir þannig að ekki sé hægt að gera upp á milli um hver eigi að vera í stjórn þá skal kjósa sérstaklega um þá menn sem jafnir eru og rita þá jafn mörg nöfn á atkvæðaseðilinn og það vantar marga menn í stjórn.

2.5. Verkefni aðalfundar skulu að minnsta kosti vera þessi:

2.5.1. Fundarsetning

2.5.2. Kosning starfsmanna (fundarstjóra og fundarritara).

2.5.3. Ársskýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

2.5.4. Tillögur um lagabreytingar og önnur mál sem leggja á fyrir fundinn.

2.5.5. Þinghlé.

2.5.6. Afgreidd mál undir lið 4.

2.5.7. Kosning stjórnar, endurskoðenda, fulltrúa í stjórn ÍA og nefndir þær sem þurfa þykir.

2.5.8. Fundarslit.

Heimilt er að hafa kvikmyndasýningu eða annað sem stjórn ákveður á aðalfundi og einnig er hægt að hafa fleiri dagskrárliði en taldir eru hér á undan ef stjórn þykir ástæða til.

2.6. Hægt er að sanna atkvæðisrétt fundarmanna með samanburði við kjörna stjórn og greidd æfingagjöld hjá félaginu.

2.7. Aðalfundur ákveður eða gefur stjórn vald til að ákveða félagsgjald ár hvert.

2.8. Stjórn B.A. getur boðað til félagsfundar ef henni þykir þurfa og henni ber að gera það ef 8 félagsmenn fara fram á það. Meirihluti stjórnar skal vera viðstaddur fundinn.

3. Hlutverk stjórnar.

3.1. Hlutverk stjórnar er að framkvæma þau mál sem hún álítur vera í anda félagsins og í þess þágu. Hún getur skipað eða látið kjósa í nefndir eftir því sem hún álítur nauðsynlegt.

3.2. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum (nema formaður) og skulu stjórnarfundir fara fram svo oft sem þurfa þykir og ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði þegar keppnistímabil stendur yfir.

3.3. Stjórnin getur farið fram á það við þá sem sitja í nefndum að þeir mæti á stjórnarfundi og veitt þeim atkvæðisrétt þar ef æskilegt er talið. Einnig getur stjórnin boðið hverjum þeim sem hún vill að sitja stjórnarfundi.

4. Varðveisla á skýrslum og verðlauna og minjagripum.

4.1. Stjórnin skal sjá um að skýrslur varðandi mót, keppnir og annað sem þurfa þykir berist til réttra aðila. Hún skal einnig varðveita skýrslur og birta þær í ársskýrslu stjórnar. Hún skal einnig sjá um að varðveita alla minja- og verðlaunagripi.

5. Ýmislegt.

5.1. B.A. skal tilnefna menn í badmintondómstól ef ÍA æskir þess.

5.2. B.A. mun fara eftir lögum ÍA varðandi skil á skýrslum og greiðslu skatta og fleira þess háttar.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content