ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Axel Fannar og Theódór unnu Frumherjabikarinn og Birgir fór holu í höggi

Axel Fannar og Theódór unnu Frumherjabikarinn og Birgir fór holu í höggi

13/05/17

#2D2D33

Frumherjarbikarinn fór fram laugardaginn 13. maí á Garðavelli og þar urðu hlutskarpastir Axel Fannar Elvarsson án forgjafar og Theódór Freyr Hervarsson með forgjöf. Frumherjarbikarinn er innanfélagsmót með mikla hefð allt aftur til ársins 1986 er það var haldið í fyrsta skipti. Í þetta skiptið mættu 38 keppendur til leiks. Garðavöllur lítur vel út nú um miðjan maí og voru kylfingar ánægðir með ástand vallar.

Einn keppandi, Birgir Arnar Birgisson eða Biggi Bigg eins og hann kallast á meðal heimamanna fór holu í höggi á 18. holu. Að sögn Bigga þá var vindur í bakið og létt nía sem skilaði þessu flotta afreki en þetta voru heilir 128m að hans sögn.

Helstu úrslit
Höggleikur með forgjöf
1. Theódór Freyr Hervarsson, 65 nettó
2. Ísak Örn Elvarsson, 69 nettó
3. Heimir Eir Lárusson, 71 nettó (betri á seinni níu)

Höggleikur án forgjafar (besta skor)
1. Axel Fannar Elvarsson, 76 högg

Nándarverðlaun á par 3 holum
3.hola, Sigurður Elvar Þórólfsson 1.73m
8.hola, Emil Kristmann Sævarsson 2.28m
14.hola, Guðlaugur G. Kristinsson 7.7m
18.hola, Birgir A. Birgisson „hola í höggi“

Golfklúbburinn Leynir þakkar keppendum fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju og Birgir A. Birgissyni með að fara holu í höggi. Vinningshafar geta sótt verðlaun á skrifstofu GL.

Edit Content
Edit Content
Edit Content