ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ársþing ÍA 25. maí kl 20

Ársþing ÍA 25. maí kl 20

18/05/21

cropped-logaia3-Custom.png

77. Ársþing ÍA verður haldið þriðjudaginn 25. maí nk. kl: 20:00 í sal Tónlistarskóla Akranes, Tónbergi .

Dagskrá þingsins verður samkvæmt lögum.

  1. a) Þingsetning
  2. b) Lögð fram kjörbréf fulltrúa
  3. c) Kosning þingforseta og ritara
  4. d) Kosning þriggja fulltrúa í kjörbréfanefnd og aðrar starfsnefndir þingsins eftir því sem ákvörðun er tekin um hverju sinni.
  5. e) Lögð fram ársskýrsla ÍA, félaga og sérráða. Ennfremur lagðir fram reikningar ÍA og sérráða ásamt áætlun um rekstur og fjárfestingar komandi árs. Umræður um skýrslur og reikninga og atkvæðagreiðsla.
  6. f) Afgreiðsla áætlunar um rekstur og fjárfestingar komandi starfsárs.
  7. g) Lagabreytingar. Kosning í laganefnd ef tillaga um lagabreytingar er lögð fram.
  8. h) Lagðar fram tillögur sem borist hafa til stjórnar.
  9. i) Ákvörðun um skattgreiðslur.
  10. j) Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
  11. k) Kosning fimm fulltrúa í framkvæmdastjórn ÍA, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega.
  12. l) Kosning tveggja varafulltrúa í framkvæmdastjórn.
  13. m) Kosning fastra nefnda, endurskoðenda og fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ.
  14. n) Tilnefning fulltrúa í sérráð ef sérráð er starfandi.
  15. o) Önnur mál.
  16. p) Þingslit.

 

Ársskýrsla

Ársskýrsla ÍA verður lögð fram rafrænt fyrir þing,

Önnur mál

minnt er á að óski aðildarfélag eftir því að ákveðið málefni, sem samrýmist starfsemi ÍA, verði tekið fyrir á ársþinginu, skal ósk um slíkt komið á framfæri við aðalstjórn íþróttabandalagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir ársþing.

Fulltrúar á ársþingi

Ársþing ÍA er fulltrúaþing og hefur hvert aðildarfélag innan ÍA rétt til að senda tvo fulltrúa til þingsins óháð félagafjölda þess.

Auk þess kemur einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn. Sóttvarnareglur gilda og verður gefið út í síðata lagi kl. 13 þriðjudaginn 25. maí.

ef takmarka þarf fjölda vegna þeirra.

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content