Arnór Snær Guðmundsson varnarmaður ÍA hefur náð samkomulagi við stjórn knattspyrnudeildar að klára tímabilið með liðinu. Arnór gerði samning til næstu tveggja ára og gildir hann út tímabilið 2019.
Arnór Snær er ánægður með nýja samninginn. “Ég stóð frammi fyrir tveimur spennandi kostum. Annars vegar hefði verið spennandi að vera áfram úti í Bandaríkjunum þar sem ég var á skólastyrk í gegnum fótboltann. Hins vegar eru það skemmtilegir hlutir að gerast á Skaganum sem ég vildi bara ekki missa af. Það hefur verið markvisst uppbyggingarstarf í gangi á síðustu árum og það er frábær stemning í kringum liðið og félagið. Þó að það hafi verið gaman að kynnast nýjum hlutum í Bandaríkjunum þá ákvað ákvað að gera nýjan samning við Skagaliðið og hefja nýtt nám í HR í haust. Ég er virkilega sáttur með þessa ákvörðun og hlakka til að taka næstu skref með Skagaliðinu.”