Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson hefur gengið til liðs við rússneska félagið CSKA Moskvu frá Norrköping í Svíþjóð.
Arnór, sem er einungis 19 ára gamall, gekk til liðs við Norrköping frá ÍA á síðasta ári og hefur með góðri spilamennsku í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili tekist að vekja athygli margra félaga á sér.
Hann getur bæði spilað sem kantmaður og miðjumaður og hefur spilað með U17, U19 og U21 árs landsliðum Íslands. Við óskum Arnóri innilega til hamingju með þennan merka áfanga og fylgjumst með gengi hans í Rússlandi, sem verður vonandi á svipuðum nótum og hjá Norrköping.
Hér er Arnór Sigurðsson í búningi CSKA Moskvu með föður sínum, Sigurði Þór Sigursteinssyni, framkvæmdastjóra KFÍA.