Fyrirliði liðsins, Ármann Smári Björnsson, hefur komist að samkomulagi við félagið að framlengja samning sinn um 1 ár. Ármann Smári hefur verið mikilvægur hlekkur í liði okkar Skagamanna undanfarin ár og því er það fagnaðarefni að hann sé tilbúinn í slaginn með okkur á næsta ári og hjálpi okkur að ná stöðugleika í deild þeirra bestu. Gunnlaugur Jónsson þjálfari er að vonum glaður með niðurstöðuna. “Ég er gríðarlega ánægður að hafa náð að framlengja samning við fyrirliða okkar. Ármann hefur vaxið mjög á undanförnum árum sem leikmaður og ekki síst sem leiðtogi liðsins. Hann hefur verið mjög traustur bæði innan vallar sem utan og nánast ekki misst úr leik. Það var gríðarlega gaman að sjá hann í seinni umferðinni í ár þar sem hann leiddi liðið til góðra verka og var að lokum valinn leikmaður tímabilsins að mati liðsfélaga sinna”.