Gleðifréttir fyrir skagamenn!
Við erum rosalega glöð að drengurinn með ÍA hjartað ætlar að koma til okkar til láns fram á sumar. Mikill og góður liðsstyrkur fyrir átökin sem verða í Inkasso-deildinni í sumar. Skagamaðurinn uppaldi Andri Adolphsson er kominn á láni frá Íslandsmeisturum Vals. Hann ætlar að hjálpa Skagamönnum að komast beint upp aftur í Pepsi-deildina.
Andri lék með ÍA fram til ársins 2015 en þá ákvað hann að fara í Val. Hann kom við sögu í 16 leikjum í deild og bikar í fyrra.
Jóhannes Karl Guðjónsson er ánægður með komu Andra og segir hann smellpassa inn í hópinn fyrir sumarið. Fyrsti leikur ÍA í Inkasso-deildinni verður gegn Leikni R. er þann 5. maí næstkomandi.
#ÍAhjartað #ÁframÍA #INKASSO