ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ályktun frá Sundfélagi Akraness um sundlaugarmál

Ályktun frá Sundfélagi Akraness um sundlaugarmál

13/12/16

#2D2D33

Vísað er til kynningarfundar á vegum framkvæmdaráðs Akraneskaupstaðar þann 5. desember sl. Stjórn Sundfélags Akraness telur nauðsynlegt að koma á framfæri við bæjarstjórn eftirfarandi athugasemdum í framhaldi af þeirri kynningu.

Það er gleðiefni að bæjarfélagið skuli nú áforma að hefja nýjan kafla í viðhaldi og uppbyggingu  íþróttamannvirkja á Akranesi. Þannig verði stuðlað að því að börn og ungmenni hafi viðunandi aðstöðu til að stunda íþróttir og að Akraneskaupstaður geti staðið undir því orðspori að teljast íþróttabær.

Það eru hins vegar mikil vonbrigði að í þeim tillögum, sem kynntar hafa verið, skuli bæjarstjórn enn og aftur ætla að fresta eða hætta við byggingu sundlaugar, sem þó var samþykkt af öllum  bæjarfulltrúum á sérstökum hátíðarfundi bæjarstjórnar þann 11. október 2005.  Einnig er nauðsynlegt að fram komi að umrætt sundlaugarverkefni hefur verið forgangsverkefni Íþróttabandalags Akraness frá því fyrir árið 2005. Góður aðbúnaður til íþróttaiðkunar er forsenda þess að íþróttafólk okkar standist keppni við þá sem eru í fremstu röð hverju sinni.

Stjórn Sundfélags Akraness fer þess  eindregið á leit við bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að fyrirhugaðar tillögur um uppbyggingu íþróttamannvirkja verði endurskoðar og staðið verði við samþykkt bæjarstjórnar frá þúsundasta fundi bæjarstjórnar 2005 og jafnframt verði birt tímasett áætlun um úrbætur í sundlaugamálum á Akranesi

Stjórn Sundfélags Akraness er að sjálfsögðu reiðubúin til frekari viðræðna og samstarfs við bæjaryfirvöld til að ná fram áðurgreindu markmiði sem mun leiða til þess að sundfólk okkar verði áfram í forystusveit þeirra sem iðka sund á Íslandi.

Akranesi, 13. desember 2016,

fyrir hönd stjórnar Sundfélags Akraness,

Trausti Gylfason, formaður

1000asti fundurinn

Staðreyndir og tölfræði um Sundfélag Akraness

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content