ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Allar stelpur í fótbolta!

Allar stelpur í fótbolta!

21/04/17

#2D2D33

Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á EM í sumar og stelpurnar okkar á Skaganum eru að verða tilbúnar fyrir sumarið. En okkur langar til að miklu fleiri taki þátt. Stelpurnar sem æfa fótbolta á Akranesi hafa rosalega gaman af því og síðan er líka svo mikilvægt að vera hluti af skemmtilegum hóp sem er að gera skemmtilega hluti saman.

 

Knattspyrnufélag ÍA vill höfða séstaklega til stúlkna sem fæddar eru 2005 – 2013 og bjóða þeim Sumarþátttöku í fótboltanum. Í þessu felst að æfa fótbolta skv. æfingatöflu frá 1. maí – 31. ágúst, en æfingar eru alla jafna eftir skólatíma fram að skólalokum en fyrir hádegi eftir að skóla lýkur. Þá innifelur sumarþátttaka einnig Knattspyrnuskóla ÍA, fyrir þær sem fæddar eru 2005-2011, en um er að ræða 6 vikna sumarnámskeið í fótbolta. Knattspyrnuskóli ÍA verður auglýstur nánar síðar. Skólastjóri knattspyrnuskólans fyrir stúlkur er Aldís Ylfa.

      

Þátttökugjaldið er:

5., 6. og 7. fl. kvenna – 21.000 kr. – með þátttöku í fjáröflunum* (árgangar 2005-2010)

  1. fl. kvenna – 12.000 kr. – án þátttöku í fjáröflun (árgangar 2011-2013)

 

Hægt er að greiða í þrennu lagi og fara skráningar fram á Nóra (https://ia.felog.is/)

 

* Þátttaka með fjáröflun þýðir að viðkomandi iðkandi greiðir æfingagjöld miðað við þátttöku sína og foreldra/forráðamanna sinna í fjáröflun á vegum knattspyrnufélagsins. Um er að ræða vinnuframlagi á Norðurálsmóti ÍA sem fram fer 23. – 25. júní 2017.

 

Fleiri myndir úr starfinu… það er bara svo gaman í fótbolta að við gátum ekki valið úr!

 

    

      

     

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content