Helgi Sigurðsson USK sem verður 75 ára í sumar keppti í 100 metra bringusundi á Landsmóti 50+ . Helgi stóð sig vel og hreppti annað sæti í flokki 75-79 ára karla.
Helgi sló til með skömmum fyrirvara að keppa,svona til að athuga hvar hann stæði. Hann var að vonum ánægður með silfrið og er strax farinn að huga að næsta landsmóti að ári.
Þetta sýnir vel að aldrei er of seint að byrja að vera með,hugsa vel um heilsuna og keppa í góðra vina hóp. Landsmót 50+ eru kjörinn vettvangur til þess.