HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Akstursíþróttakona ársins

Akstursíþróttakona ársins

18/11/24

465597919_10170047826845647_5859851159455008273_n

Aníta Hauksdóttir, akstursíþróttakona VÍFA sem keppir fyrir hönd félagsins í motocrossi, enduro og hard enduro er nýkrýndur tvöfaldur Íslandsmeistari í sinni íþróttagrein. Hún er Íslandsmeistari kvenna í motocrossi og Íslandsmeistari kvenna í Enduro. Aníta er því orðin tífaldur Íslandsmeistari í heildina, sem er tvímælalaust framúrskarandi árangur.

Aníta hefur verið að vinna sig út úr alvarlegum meiðslum sem hún varð fyrir undir lok síðasta tímabils.
Hún varð fyrir því óhappi að slíta krossband, rífa liðþófa, skadda brjósk undir hnéskelinni, fá sprungur í sköflung og togna illa í ökla. Eftir 3 aðgerðir á hné og viðstöðulausri endurhæfingu náði hún á aðeins 7 mánuðum að komast aftur á hjólið, og það rétt fyrir byrjun keppnistímabils.

Í október keppti hún í 5. umferð heimsmeistaramótsins í Hard enduro í Tyrklandi og hafnaði í 3. sæti og kom því heim með brons medalíu, magnaður árangur.

Á uppskeruhátíð MSÍ þann 2. nóvember s.l. var Aníta kosin Akstursíþróttakona ársins 2024 og var það í fimmta sinn á hennar ferli sem hún hlýtur þann titil, hvorki meira né minna.

Aníta á uppskeruhátíð MSÍ – Akstursíþróttakona ársins 2024

Næst á dagskrá hjá Anítu er ein erfiðasta hardenduro keppni í heimi, Roof of Africa, sem fer fram dagana 28.-30. nóvember í Suður Afríku.

Við óskum Anítu innilega til hamingju með ótrúlega flottan árangur á árinu.
Við hlökkum til að fylgjast með þessari flottu íþróttakonu fara á kostum í Roof of Africa.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content