ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Akranesmót og lokahóf

Akranesmót og lokahóf

18/05/14

#2D2D33

Sumarfrí er komið á æfingum hjá Badmintonfélagi Akraness.
Sunnudaginn 11. maí fór fram Akranesmótið í badminton og lokahóf félagsins var haldið um kvöldið.Á Akranesmótinu var keppt í einliðaleik og þar var hart barist enda sigurvegarinn krýndur Akranesmeistari. Þegar keppni í einliðaleik lauk var keppt í fjölskylduflokki í tvíliðaleik. Keppendur var skipt í 2 flokka eftir getu og voru margir mjög spennandi leikir spilaðir. Mömmur og pabbar sýndu frábæra takta með börnum sínum. Í fyrsta sinn í nokkur ár var trimmflokkur á Akranesmóti. Það mættu 4 tvíliðapör til keppni og stóðu Bjarni og Svavar uppi sem sigurvegarar og Elli og Gísli enduðu í 2. sæti.Á lokahófinu voru Akranesmeistarar krýndir og verðlaun fyrir árangur í vetur veitt. Eins fékk félagið afhentan minningarskjöld um Súsönnu Steinþórsdóttur frá fjölskyldu hennar. Árlega skulu 2 aðilar verðlaunaðir fyrir stuðning, hvatningu og hjálpsemi í minningu Súsönnu.

Edit Content
Edit Content
Edit Content