Meistaraflokk kvenna leikur æfingaleik í kvöld, sunnudaginn 10. desember, þegar þær mæta HK/Víkingum í Egilshöll kl. 19:15.
Liðin mættust tvisvar í 1. deildinni í sumar og lauk báðum viðureignunum með eins marks sigri HK/Víkings stúlkna, en eins og flestir vita tryggðu þær sér sigur í deildinni og þar með sæti í Pepsideild næsta sumar.
Síðan HK og Víkingur hófu sitt samstarf eru skráðar 14 innbyrðisviðureignir. Skagastúlkar hafa landað 5 sigrum, tapað 6 leikjum og þrisvar sinnum hafa leikirnir endað í jafntefli.
Við hvetjum Skagamenn til að kíkja í Grafarvoginn og hvetja stelpurnar.
Áfram ÍA