ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Aðalfundur KFÍA 2018

Aðalfundur KFÍA 2018

19/02/18

#2D2D33

Aðalfundur KFÍA árið 2018 var haldinn í Hátíðasalnum á Jaðarsbökkum sunnudaginn 18. febrúar kl. 17:00. Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins en á fundinn mættu um fjörtíu manns og hann telst því löglegur aðalfundur.

Fundarstjórn var í höndum Péturs Ottesen en fundarritari var Ólafur Ingi Guðmundsson. Stjórnarformaður félagsins, Magnús Guðmundsson, opnaði fundinn með því að minnast látinna félaga á starfsárinu og fór því næst yfir ársskýrslu félagsins. Í kjölfarið fór framkvæmdastjóri, Hulda Birna Baldursdóttir, yfir ársreikning félagsins fyrir árið 2017 og kynnti samhliða því áætlun ársins 2018. Hvort tveggja var svo borið undir atkvæði fundarins og samþykkt athugasemdalaust.

Ljóst var að einhverjar mannabreytingar yrðu í stjórnum félagsins og kjörnefnd, skipuð þeim Gísla Gíslasyni, Jónínu Víglundsdóttur og Magnúsi D. Brandssyni, hafði unnið ötullega að því að finna nýtt fólk sem gæfi kost á sér í þessi embætti. Niðurstaða kosninga var eftirfarandi:

Aðalstjórn:

  • Magnús Guðmundsson, formaður, endurkjörinn
  • Sævar Freyr Þráinsson, endurkjörinn
  • Áslaug Ragna Ákadóttir kom inn í stað Bjarnheiðar Hallsdóttur sem gaf ekki kost á sér áfram
  • Ólafur Ingi Guðmundsson, endurkjörinn
  • Stefán Þór Þórðarson kom inn í stað Vikors Elvars Viktorssonar sem gaf ekki kost á sér áfram
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson kom inn í stað Arnar Gunnarssonar sem gaf ekki kost á sér áfram
  • Varamenn eru Þórir Björgvinsson, sem var endurkjörinn, og Margrét Ákadóttir kom ný inn sem varamaður í stað Sigríðar Valdimarsdóttur sem lætur af stjórnarsetu.

Stjórn Uppeldissviðs:

  • Andri Geir Alexandersson tekur við formennsku af Heimi Fannari Gunnlaugssyni
  • Jóhannes Hjálmar Smárason, endurkjörinn
  • Aldís Birna Róbertsdóttir kom inn í stað Arnbjargar Stefánsdóttur sem gaf ekki kost á sér áfram
  • Rannveig Björk Guðjónsdóttir, endurkjörin
  • Jófríður María Guðlaugsdóttir, endurkjörin
  • Varamenn eru Linda Dagmar Hallfreðsdóttir sem kom inn í stað Kristrúnar Daggar Marteinsdóttur, og Sædís Alexía Sigmundsdóttir sem tók við sæti Helenu Rutar Steinsdóttur.

Kjörnefnd:

  • Magnús D. Brandsson formaður, endurkjörinn
  • Jónína Víglundsdóttir, endurkjörin
  • Þórður Guðjónsson kom inn í stað Gísla Gíslasonar sem gaf ekki kost á sér áfram

Fagráð:

  • Sturlaugur Sturlaugsson formaður, endurkjörinn
  • Hrefna Ákadóttir, endurkjörin
  • Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, endurkjörin

Það er ekki á allra færi að taka að sér svona stór og oft á tíðum tímafrek verkefni í sjálfboðaliðavinnu og félagið hefur búið vel að því að hafa öflugt fólk að störfum. Við kunnum þeim öllum hinar bestu þakkir fyrir, bæði fráfarandi stjórnarfólki, þeim sem sitja áfram og einnig þeim sem koma nýir inn.

Á fundinum voru veittar eftirfarandi viðurkenningar, en þeir Jón Gunnlaugsson og Gísli Gíslason bera veg og vanda að tilnefningunum, sem síðan eru bornar undir stjórn:

  • Hörður Kári Jóhannesson fékk gullmerki fyrir sitt framlag til félagsins, sem leikmaður, þjálfari og dyggur stuðningsmaður.
  • Örn Gunnarsson fékk gullmerki fyrir sitt framlag til félagsins, sem leikmaður, stjórnarmaður og dyggur stuðningsmaður.
  • Arnbjörg Stefánsdóttir fékk heiðursviðurkenningu fyrir sitt framlag sem stjórnarmaður á Uppeldissviði til fjölda ára og dyggur stuðningsmaður.
  • Heiðar Mar Björnsson fékk heiðursviðurkenningu fyrir brautryðjendastarf sem verið er að vinna hjá ÍA TV með beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum á Akranesi.
  • Örn Arnarson fékk heiðursviðurkenningu fyrir brautryðjendastarf sem verið er að vinna hjá ÍA TV með beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum á Akranesi.

Nokkrir tóku til máls undir liðnum önnur mál.

Ekki voru fleiri mál á dagskrá og fundarstjóri sleit fundi.

Knattspyrnufélag ÍA þakkar öllum fundargestum fyrir komuna.

Hér að neðan er hægt að nálgast ársskýrsluna fyrir 2017:

Ársskýrsla KFÍA 2017_1. drög 4. janúar 2018.docx

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content