Góðan dag,
Okkur var bent á að fimmtudaginn 25.feb er frumsýning söngleiks Brekkubæjarskóla og viljum við koma til móts við samfélagið og færum því aðalfundinn til miðvikudagsins 24.febrúar, kl. 20:00 og á sama stað, eða í hátíðarsal ÍA á Jaðarsbökkum.
Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf og kosning nýrrar stjórnar.
Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn sem og velunnara félagsins til að mæta og sýna lit.
Við hvetjum alla áhugasama sem vilja starfa fyrir hönd félagsins að hafa samband fyrir fundinn.
Bestu kveðjur, FIMA