ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Aðalfundi Sigurfara lokið

Aðalfundi Sigurfara lokið

09/03/17

#2D2D33

Aðalfundi Sigurfara, siglingafélags Akraness er nýlokið. Eyjólfur M. Eyjólfsson formaður og einn aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins gaf ekki kost á sér áfram, og er Guðmundur Benediktsson arftaki hans. Aðrir í stjórn eru Gísli J.Guðmundsson, Óskar Rafn Þorvaldsson, Anna Guðrún Ahlbrecht og Eiríkur Kristófersson. Stjórnin mun skipta með sér verkum á næsta stjórnarfundi.
Meðal fundarefnis voru lagabreytingar samkvæmt tilmælum ÍSÍ, auk þess sem nafni félagsins var breytt úr ˶Sigurfari – sjósportsfélag Akraness ̋, í ˶Sigurfari – siglingafélag Akraness ̋, sem er ÍSÍ meira að skapi. Eftir sem áður á félagið að rúma sem flestar tegundir sjósports.
Meðal fundargesta voru Jón Pétur Friðriksson, formaður Siglingasambands Íslands, og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, formaður ÍA. Þau höfðu góð orð um starfsemi klúbbsins og er gott að heyra slíkt frá fólki í þeirra stöðu. 

Eyjólfi formanni er þakkað fyrir óeigingjarnt og mikilvægt starf við að koma félaginu af stað.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content