ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Að loknum Akranesleikum 2018

Að loknum Akranesleikum 2018

07/06/18

#2D2D33

Að loknum Akranesleikum
Þá er Akranesleikum 2018 lokið og getum við ekki annað sagt en að helgin hafi gengið vel.

Stighæsta liðið: Sundfelag Hafnarfjarðar.
2. sæti Sundfélag Akraness
3. sæti Sundfélagið Oðinn

Stigahæsta sundið : Ágúst Júlíusson
2. sæti Brynhildur Traustadóttir
3.sæti Þúra Snorradóttir

Prúðasta liðið: Sundfélagið Óðinn

Til að þetta geti allt gengið upp þá þarf að hjálpast að og við höfum svo sannarlega séð hversu öflugt fólk Sundfélag Akranes er með í kring um sig.

Foreldrar og venslamenn skiptust á að standa vaktina alla helgina, hvort sem það var dómgæsla, riðlastjórn, kaffisala, skólagæsla, uppvask eða annað.

Um 300 krakkar fóru hvern dag í gegn um mötuneyti Grundaskóla en við erum afar þakklát að nú í annað skipti höfum við getað sett eldhúsið á herðar tveggja röskra systra, þeirra Þórdísar og Rannveigar, sem hafa séð algjörlega um matseldina frá A-Ö. Það léttir svo sannarlega á undirbúningi okkar fyrir mótið. Þær hafa svo fengið í lið með sér foreldra sem skipta sér á vaktir og aðstoða þær. Sérstaklega var gaman þetta árið að nokkrir ungir sundmenn (systkini) skelltu á sig svuntu og aðstoðuðu í eldhúsinu. Það vakti mikla kátínu.

Sundfólkið okkar sá um að manna sjoppuna alla helgina og skiptust á að standa vaktina þá hluta sem þau voru ekki að synda og einnig komu krakkar sem hætt eru að synda og aðstoðuðu.

Það er mikið verk að setja upp svona sundmót og mörg verk á bakkanum sem þarf að vinna. Þar nutum við góðs af sundmönnunum okkar sem unnu með okkur á fimmtudagskvöldið við að setja upp öll tól og tæki sem þurfti ásamt foreldrum. Það er eitt foreldri fyrrum sundmanns sem við virðumst aldrei geta verið án þegar tengja á allar snúrur og fá búnaðinn til að virka en það er hann Grétar okkar Guðnason en um leið og hann birtist smellur allt saman. Það er einmitt sonur hans og fyrrum sundmaður SA, Leifur Guðni Grétarsson, sem kom og var með okkur í tæknimálum alla helgina og erum við mjög þakklát fyrir það.

Á svona sundmóti þarf her manns til að starfa en dómarateymið í hverjum hluta telur um 18 manns. Við erum heppin með það ríkir góður andi á Akranesleikum og fáum við oftar en ekki fólk alls staðar að til að koma og vera með okkur og foreldrar í félaginu okkar ásamt foreldrum fyrrum sundmanna eru algjörlega ómissandi við laugina. Þeir telja ekki eftir sér að koma og dæma eða annast tímavörslu.

Síðast en alls ekki síst er það starfsfólk Jaðarsbakkasundlaugar sem við treystum á það hefur verið okkur mjög hjálpleg og oft er best að leita til þess með lausnir á vandasömum málum. Þetta fólk á mikinn þátt í því að helgin gekk svona vel og þökkum við því fyrir það.

Vonum að enginn sé að gleymast en ekki er hægt að ljúka þessum pistli án þess að segja hversu stolt við erum af öllum sundmönnunum okkar sem kepptu um helgina eða voru með okkur. Þeir stóðu sig frábærlega vel og voru okkur svo sannarlega til sóma, margir að synda sitt fyrsta alvöru sundmót og aðrir á Akranesleikum númer alveg helling!

Þökk fyrir helgina,
stjórn og þjálfarar SA

Edit Content
Edit Content
Edit Content