ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Íþróttamanneskja Akraness 2024

Íþróttamanneskja Akraness 2024

07/01/25

DSCF0229

Í gærkvöldi í beinu streymi  var kynnt hver það var sem hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Akraness árið 2024, Einar Margeir Ágústsson sundmaður varð hlutskarpastur þetta árið.

Reyndar er þetta annað árið í röð sem hann hlýtur stóra Helga Dan bikarinn og var það Steini Helga Dan sem afhenti bikarinn í ár fyrir hönd fjölskyldunnar.

Bikarinn sem afhentur er við þetta tækifæri er gjöf frá afkomendum Helga Dan, eða fjölskyldu Steina Helga Dan. ÍA sendir bestu þakkir til fjölskyldunnar.

Árið 2024 var frábært ár hjá honum í sundlauginni og sýndi þar að hann er meðal bestu sundmanna á Íslandi. Alls vann hann til níu verðlauna á Íslandsmeistaramótum og náði þeim árangri að verða yngsti íslendingurinn til þess að synda undir 2.10,00 mín í 200 m bringusundi í 25 m laug.

Einar keppti á Evrópumeistarmóti fullorðinna í 50 m laug í júni og bætti sig í öllum sínum sundum þar. Hann náði jafnframt lágmörgum inn á Heimsmeistaramót fullorðinna í 25 m laug sem haldið var í Budapest í desember síðast liðin. Á HM náði hann flottum bringusundsspretti í boðsveit Íslands, en hann synti þá á tímanum 57,97 sek og einungis Anton Sveinn Mckee sundmaður íslands síðustu ár, hefur synt á betri tíma. Til hamingju Einar Margeir með frábæran árangur og tililinn Íþróttamanneskja Akraness 2024

Viktor Jónsson knattspyrnumaður varð í öðru sæti í ári.

Mattías Bjarmi Ómarsson fimleikamaður varð í þriðja sæti í ár.

Allir þrír hljóta einnig peningaverðlaun úr minningasjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar

Til hamingju allir sem tilnefningu fengum og munum við birta fleiri myndir fljótlega

Hægt að nálgast upptöku hér: https://iasjonvarp.wixsite.com/iatv/ymislegt

Nokkrar myndir frá athöfninni í gær.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content