ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Vinnufundur íbúa vegna Jaðarsbakka

Vinnufundur íbúa vegna Jaðarsbakka

13/02/24

#2D2D33

Íþróttabandalag Akraness vill vekja athygli á frétt og skráningasíðu Akraneskaupstaðar vegna

vinnufundar íbúa þann 22. febrúar n.k.

Af síðunni arkanes.is

Vinnufundur með íbúum á vegum skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar verður haldin fimmtudaginn 22. febrúar kl. 17:00-19:00 að Garðavöllum.

Markmiðið með fundinum er að fá veganesti frá íbúum inn í yfirstandandi skipulagsvinnu á Jaðarsbökkum. Fyrirhugað er að reisa á svæðinu hótel og baðlón ásamt því að skipuleggja það til lengri tíma með áherslu á íþróttir, heilsu og aðgengi fyrir öll. Nánar er hægt að lesa um fyrirhugaða uppbyggingu á Jaðarsbökkum hér.

Á fundinum verður unnið áfram með hugmyndir Basalt arkitekta um Jaðarsbakka sem og stefnu sem sett hefur verið fram fyrir svæðið. Unnið verður í hópum með ákveðin þemu þar sem verður t.d. óskað eftir hugmyndum, greiningu á áskorunum og tækifærum. Skoða má hugmyndir Basalt arkitekta fyrir svæðið hér og gögn um stefnumótunarvinnuna hér.

Vinnufundurinn er opin öllum íbúum á Akranesi. Börn eru velkomin en gert er ráð fyrir að yngri en 15 ára séu í fylgd með fullorðnum. Til að skipulagning fundarins takist sem best er óskað eftir að fólk skrái þátttöku fyrirfram í rafræna skráningarformið hér fyrir neðan.

 Skráningarform fyrir vinnufund:  https://forms.office.com/e/t0X35M8c3X

Einnig er hægt að tilkynna þátttöku með því að hringja í síma 433-1000 eða senda póst á akranes@akranes.is

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content