Nú í vikunni hlaut ÍA styrk frá Hvalfjarðarsveit vegna íþróttastarfs barna- og ungmenna.
Hvalfjarðarsveit veitir aðildafélögum ÍA styrk sem voru með iðkendur með skráð lögheimili í Hvalfjarðarsveit árið 2022.
Samningur var undirritaður árið 2022 og var hann vísitölutryggður sem tryggir félögum hækkun á styrk í samræmi við verðbólgu.
Styrkurinn sem greiddur var út nam samtals kr. 4.798.620,- og skiptist það fjármagn á milli níu aðildafélaga ÍA.
Alls voru 101 iðkendur með skráð lögheimili í Hvalfjarðarsveit sem stunduðu íþróttir hjá níu aðildafélögum ÍA árið 2022 og skiptist fjármagnið á milli þeirra m.v. iðkendatölu.
Við viljum nota tækifærið og þakka Hvalfjarðarsveit fyrir sitt framlag til að gera gott íþróttastarf ÍA enn betra.
Áfram ÍA og áfram Hvalfjarðarsveit!