ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Nýtt myndband – Íþróttalíf á Akranesi

Nýtt myndband – Íþróttalíf á Akranesi

08/01/22

#2D2D33

Árið 2019 fékk Íþróttabandalag Akraness, með fjárstyrk frá Akraneskaupstað, Kristinn Gauta Gunnarsson til að að gera myndbönd með öllum þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru í aðildarfélögum ÍA.

Myndböndin verða 20 talsins, eitt fyrir hvert 19 aðildarfélaga ÍA og eitt sem er sambland allra aðildarfélaga ÍA og frumsýnt var á í útsendingu IATV frá kjöri Íþróttamanns Akraness þann 6. janúar s.l.

Myndbönd hvers aðildarfélags verða svo tilbúin á vormáðuðum en tökum er ekki lokið hjá nokkrum félögum.

Því miður urðu sóttvarnaraðgerðir til þess að ekki var hægt að klára á þeim tíma sem áætlaður var en nú er allt að verða klárt

Í myndbandinu sést vel hve fjölbreytt íþróttastarf á Akranesi er og geta Skagamenn og ÍA verið stolt af því gróskumikla starfi sem fer fram hjá aðildarfélögum ÍA.

Íþróttabandalag Akraness þakkar Akraneskaupstað fyrir stuðninginn, án hans hefði þetta ekki verið hægt.

Kristini Gauta er þakkað fyrir frábærar tökur og mikla þolinmæði sem hefur þurft á þeim tímum sem nú eru.

Sjá má nýtt myndband og öll þau eldri sem til eru í meðfylgjandi link.

Myndbönd ÍA

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content