Kristín Þóhallsdóttir kraftlyftingakona var kjörin Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2021
Er þetta annað árið í röð sem Kristín er valin. Fékk hún nýjan bikar afhentan Helga Dan bikarinn við þetta tækifæri.
Í öðru sæti var Enrique Snær Llorens Sigurðsson sundmaður
Í þríðja sæti var Drifa Harðardóttir badmintonkona.
Óskum öllum þessum aðilum innilega til hamingju með árangurinn og einnig þeim öllum sem tilnefndir voru.
Í útsendingu urðu msitök í upptalningu með meistara og fóru ekki allir meistara inn í þá upptalningu
Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður varð þrefaldur Íslandsmeistari og Helgi Arnar Jónsson kraftlyftingamaður varð einnig íslandsmeistari
Drifía Harðardóttir Badmintonkona varð einnig heimsmeistari ekki eingöngu Íslandsmeistari.
Viljum við biðja hluteigandi afsökunar á þessum mistökum okkar og leiðréttist þetta hér með.
Íþróttabandalagið vill ítreka þakkir sínar til allra þeirra sem að þessum viðburði komu án ykkar væri þetta ekki hægt.
Hægt er að horfa á upptöku útsendingar hér:
Myndir frá viðburði birtast fljótlega hér á síðu ÍA