Skagastúlkur voru sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í klifri um liðina helgi 13-14 nóv., þegar fjórða og síðasta mót grjótglímu mótaraðarinnar (e. bouldering) fór fram.
Þórkatla Þyrí Sturludóttir varð Íslandsmeistari í C flokki (stúlkur fæddar 2008 og 2009) og Ester Guðrún Sigurðardóttir náði silfri í sama flokki.
Silvía Þórðardóttir landaði einnig silfur verðlaunum í B flokki (stúlkur fæddar 2006 og 2007).
Skagamenn voru fjölmennir en tólf klifrarar mættu til leiks og kepptur undir merkjum ÍA.
Alltaf gaman að segja frá svona skemmtilegum fréttum