Frábær árangur hjá sundfólki SA um helgina á Íslandsmeistaramóti í 25m laug. Í
slandsmeistaratitill, 2 silfur, 9 brons, 3 landsliðslágmörk og 8 Akranesmet !
172 sundmenn frá 15 félögum um allt land tóku þátt í Íslandsmeistramóti í 25m laug sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði helgina 12-14 nóvember.
Sundfélag Akraness var með níu sundmenn á mótinu.
Við erum afar stolt af vinnunni sem krakkarnir eru búin að leggja á sig á æfingum síðasta árið sem hefur heldur betur skilað sér í frábærum árangri þessa helgi.
Krakkarnir syntu 30 sinnum til úrslita sem eru flest úrslitasund á einu móti síðustu 10 ár og var þetta eitt af sterkustu íslandsmeistaramótum sem verið hefur.