ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Nemendum sem stunda íþróttir líður betur

Nemendum sem stunda íþróttir líður betur

22/06/20

badmintonmynd3

Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar 2020 kemur m.a. fram að 61% nemenda í efstu bekkjum grunnskóla æfi með íþróttafélagi einu sinni í viku eða oftar. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna. Að auki vinni þeir nemendur sem alast upp í skipulögðu íþróttastarfi betur í hópi og eru umburðarlyndari en aðrir.

Rannsóknir og greining hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk frá árinu 1992 í rannsókninni Ungt fólk. Þetta er í þriðja sinn sem Ánægjuvogin er unnin fyrir ÍSÍ og UMFÍ en í henni felst að spurningar tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalistana. Listarnir voru lagðir fyrir nemendur bekkjanna í febrúar á þessu ári og var svarhlutfallið 85%. „Við viljum að öll börn séu innan skipulags starfs. Það er ekki hreyfingin sem slík sem hefur forvarnargildi heldur umgjörðin og hefðir sem hafa skapast í kringum íþróttastarfið. Forvarnargildið felst því í því að vera í skipulögðu íþrótta- eða æskulýðsstarfi. Niðurstöðurnar gefa líka upplýsingar um það hvar við getum bætt okkur. Það er nokkuð sem við þurfum að taka til okkar, íþróttahreyfingin og íþróttafélögin,“ sagði Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, þegar hún tók til máls við upphaf kynningarinnar á Ánægjuvoginni.

Ánægjuvogin 2020

Niðurstöður Ánægjuvogarinnar eru einnig greindar niður eftir íþróttahéruðum og er hægt að bera hvert íþróttahérað saman við önnur héruð og stöðuna í landinu í heild.

Sjá nánar frétt ÍSÍ.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content