Á 76. Ársþingi ÍA tók Íþróttabandalag Akraness við viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi og var samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015. Viðurkenning fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur og gildir til tveggja ára. Til að gerast Fyrirmyndarhérað þarf meðal annars að útbúa handbók um skipulag og starfsemi en nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.
Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og veitti ÍA viðurkenninguna.