Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að fresta Landsmóti UMFÍ 50+ og Íþróttaveislu UMFÍ sem halda átti í júní í sumar. Nýjar dagsetningar verða tilkynntar um leið og þær liggja fyrir.
Landsmót UMFÍ 50+ átti að halda í Borgarnesi dagana 19. – 21. júní en Íþróttaveisla UMFÍ helgina eftir. Ekki liggur fyrir hvenær mótin verða haldin næsta sumar.
Unglingalandsmót UMFÍ er hins vegar enn á dagskrá á Selfossi um verslunarmannahelgina en ákvörðun um mótið verður tekin í byrjun júní.