Breytingar verða á aðgengi að ýmsum íþróttamannvirkjum á Akranesi á meðan á samkomubanni stendur.
Sundlaugar:
Sundlaugar verða opnar en þó með þeim takmörkunum að einungis sex einstaklingar geta verið samtímis í búningsklefum og tveir metrar skulu vera milli einstaklinga í sundlauginni/pottum.
Sundlaugarklefar verða eingöngu fyrir gesti sundlaugar.
Akraneshöll:
Akraneshöll verður lokuð almenningi og einungis opinn vegna æfinga 17 ára og eldri og skv. skilyrðum sem þjálfarar bera ábyrgð á.
Íþróttahús:
Íþróttahús verða einungis opin fyrir æfingar 17 ára og eldri og skv. skilyrðum sem þjálfarar bera ábyrgð á.
Þrekaðstaða:
Þreksalir verða opnir, en þó með skilyrðum um þrif iðkenda og bil milli einstaklinga
Búningsklefar eru ekki opnir fyrir gesti þrekaðstöðu