Kristrún Bára Guðjónsdóttir, iðkandi og aðstoðarþjálfari í Karatefélagi Akraness, hreppti bronsverðlaun á Reykjavíkurleikunum (RIG) síðustu helgi í flokki kata junior.
Karatefélagið óskar Kristrúni innilega til hamingju með árángurinn!
Reykvíkurleikarnir eru haldnir til að auka samkepppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að búa til einstakan alþjóðlegan viðburð í Reykjavík sem dregur til sín sterka keppendur. Leikarnir voru haldir í 23. sinn í ár. Keppt er í 15-20 einstaklings íþróttagreinum. Mótinu er skipt niður á tvær helgar og flestar greinar fara fram í Laugardalshöllinni eða í nágrenni hennar.